Af og til verður maður bara að segja stopp við sinn stýrimann og játa sig sigraða!
Í gegnum tíðina hef ég prófað ýmislegt og fundið nokkur atriði sem ég hreinlega get ekki fyrir mitt litla líf masterað.
Sem dæmi má nefna það að gera pulsutungu, klippa beint, brjóta fallega saman þvott, naglalakka mig án þess að klína mig alla út í lakki, og svo lengi mætti telja. Á toppinum trónir þó sérstaklega eitt.
Handahlaup! Ég var ekki ein af þeim sem var gefið þokkafullar og dömulegar fimleikastelpu hreyfingar í fæðingagjöf. Nei krakkar mínir. Íþróttakennararnir gáfust upp á því að kenna mér handahlaup og þegar kom að slíkum aðgerðum í leikfimitíma var ég látin æfa mig í að rúlla mér beint eftir dýnu. Eftir tíu ár af dýnu-rúlli var ég ekki einu sinni orðin góð í því!
Ég er meira að segja orðin svo ryðguð í skólaíþróttunum að um daginn þurfti góðvinkona mín, fyrrum fimleikadrottning og eitt sinn íþróttamaður Ölfus, Kristín Dís Guðlaugsdóttir, að kenna mér upp á nýtt að fara í kollhnís!
Held að ég þurfi að fara að rifja upp krabbastöðuna (okei, ég náði því heldur aldrei. Sek!), kollhnísana, bandíið og píptestið. Ætli ég megi mæta með 1. bekk í tíma ? Ég reyni að díla eitthvað við kennarann, get boðið í staðinn fría Rúllu tíma!
-K
No comments:
Post a Comment