Thursday, April 3, 2014

Uppáhalds heimilis

Nokkrir uppáhalds skrautmunir og hlutir sem ég á

Þessi elskulegi myndaveggur minn bjargar mér oft! Ef ég er í söknuðarkasti þá get ég horft á myndirnar af fólkinu mínu og liðið betur. 

Þetta borð og allt sem á því er, er í miklu upáhaldi. Grenigreinarnar gáfu litlu frænkur mínar mér þegar þær komu síðast í heimsókn, skálarnar þrjár og bakkinn eru allt úr Ikea, en mér finnst þetta svo fallegt. Skálina bjó amma til, Ittala skálin er náttúrulega bara falleg og Lampinn á horninu lýsir fallegasta ljósi sem ég veit um og var útskriftargjöf. Borðið fékk ég frá ömmu og afa, gaman að eignast fallega tekk mubblu!

Þessi spegill var keyptur fyrir löngu í góða hirðinum. Ég barasta dýrka hann! Gullið, munstrið, stærðin. Love it.

Ittala marimekko skálarnar mínar, one love! Langar að eiga alla liti af ittala og allar týpur!


Þessi kanína finnst mér æði, hún er að vísu bara keypt í Tiger. Hún er hol að innan og gott að geyma eitthvað inní henni. Hnötturinn minn góði er í raun sparibaukur og mér finnst hann voða sætur. Hann verður að duga þangað til að ég eignast stórann, það er draumurinn! Þessari skál er ég líka voðaleg skotin í, hún inniheldur eyrnalokkana mína.

Góð vinkona gaf mér þessa fallegu klukku í afmælisgjöf. Fín og falleg!

Þessi lampi finnst mér æði! Útskriftargjöf frá systkinum mínum þegar ég útskrifaðist úr háskólanum.

Þessi púði finnst mér svo fínn og fallegur, en þetta er Ikea púði sem ég saumaði blúndu á.


-K

No comments:

Post a Comment