Heil og sæl !
Árið er að ganga sitt skeið og liggja mörg óuppfyllt markmið í valnum.
Ég náði þó einu markmiði sem að ég setti mér fyrir árið, og það var að trúa betur á sjálfa mig og kunna betur að meta mig. Ég ákvað nefnilega að 2016 yrði árið sem að ég myndi rækta andlegu hliðina, virkja hæfileika mína betur og sækjast eftir því sem að mig langaði. Það er einmitt það sem að ég hef gert á þessu ári! Ég hætti að láta óttann við að mistakast hafa áhrif á gjörðir mínar og ég er mjög ánægð með andlegan þroska minn þetta árið (þó svo að ég verði alltaf 14 ára flissandi gelgja innst inni).
Ég er nefnilega bara sú sem ég er. Ég tel mig vera mjög örugga með það hver ég er sem persóna.
Þetta eflandi andlega sjálfstraust hefur m.a. skilað sér í betri einkunnum þetta árið, breytingu í starfi og ánægðari Kolbrúnu. Þetta er meira að segja nú þegar búið að teygja sig fram í breytingum á næsta ári (en við ræðum það betur síðar).
Þó svo að aukakílóin hafi setist sem fastast (nokkur farið og komið aftur) þá lagði ég mikla rækt við hreyfingu þetta árið. Ég byrjaði árið á því að skrá mig í Fit&Fun hópeinkaþjálfun og þar lærði ég gríðarlega margt og það vakti mikinn lyftingar-áhuga. Spinning-hrædda/hatandi ég lét plata sig í að gefa spinning séns og öllum að óvörum fór ég að mæta í spinning marg oft í viku! Ég hef styrkt mig líkamlega og andlega og það er allt grunnvinna til þess að vera betur til þess fallin að ná mínum markmiðum. Ég veit það alveg að ég verð ekkert komin á forsíðu Women's health í lok 2017, en ég get verið nokkuð örugg um að ég muni ekki heldur vera komin í þriggja stafa tölu með súkkulaðiklíning út á kinn.
Nokkur atriði sem að stóðu uppúr árið 2016
Ég fór í þrjár utanlandsferðir:
Portúgal
Svíþjóð
Pólland
Tvær yndislegar vinkonur gengu í það heilaga á árinu (giftust þó ekki hvor annari)
Ég borðaði ekki nammi í 99 daga!!
Ég byrjaði að taka hjúkrunarfræðinga vaktir á Sóltúni (mynd úr skurðverknámi)
Ég var Hamingjusöm
Áramótakveðjur!
-K
No comments:
Post a Comment