Friday, January 29, 2016

Er detox the way to go?

Af hverju finnst sumum líkaminn vera svona óhreinn? 

Tal um detoxa, hreinsa líkamann og að "gefa meltingarfærunum pásu"... Af hverju þarftu að gefa meltingarfærunum pásu? Er ekki þeirra starf einmitt að melta? 
Ég hef einu sinni þurft að "gefa meltingarfærunum pásu" í 5 daga. En ekki var það tilraun til grenningar og útkoman sem ég sóttist eftir var ekki að fá skínandi hreinann líkama. Ég mátti ekki borða því ég var með brisbólgu og mátti ekki einu sinni fá sopa af vatni. Ef ég hefði haldið áfram að borða þá hefði ástandið versnað enn frekar. Þarna var ég með vökva í æð í 5 daga. Haldið þið að líkamanum  mínum hafi liðið vel eftir það? Aldeilis ekki. Ég hafði ekkert þrek og leið eins og ég væri gerð úr of soðnu spaghettí! Vissulega missti ég einhver kíló en talandi af reynslu get ég fullvissað ykkur um það að kílóamissir vegna fitubrennslu og hollrar fæðu lætur manni líða talsvert betur.

Master cleanser, safakúrar, detox.
Af hverju heldur þú að þú þurfir á þessu að halda? 
Ef þú ert með starfhæfa lifur og nýru þá ertu bara nokkuð "hreinn". Það á að drekka ágætis magn af vatni og markmiðið er að hafa þvagið ljóst en ekki glært. 

Það sem þú gætir hinsvegar gert til þess að hreinsa líkamann af ósækilegum efnum er að byrja að borða lífrænt ræktaða fæðu. Fæðu sem að er ekki úðuð með skordýraeitri. Það var gerð rannsókn á fjölskyldu sem að borðaði bara almenna fæðu og keypti sjaldnast eitthvað lífrænt ræktað því að það var svo dýrt. Maður skilur það nú svo sem alveg að það geti verið dýrt, sértaklega fyrir stórar fjölskyldur.
Fjölskyldan var rannsökuð og það fannst skordýraeitur, sveppaeitur og vaxtarefni fyrir plöntur í þeim. Þetta var sérstaklega hátt í börnunum, enda litlir kroppar sem þurfa minna magn til að fá mikið magn af efnum í sig. 

Eftir tvær vikur á því að borða meinhollt og lífrænt hurfu þessi efni að mestu úr þeim. 
Nú viðurkenni ég fúslega að ég er sjaldnast að borða eitthvað lífrænt ræktað og gleymi meira að segja stundum að skola ávextina. Ég er líklega stútfull af þessum efnum! En ég trúi ekki í sekúndu að safakúr muni skrúbba þessi efni úr mér. 

Annars trúi ég á "to each is his own" og ég ætla ekki að fara að bögga þig þótt að þú takir safakúr hjá Gló af og til ef þú lofar að bögga mig ekki þótt ég sleiki stundum eitruð epli. 

-K

p.s. er að spá í að endurvekja þessa síðu og henda inn pælingum, árangri ofl sem tengist lífinu. 
p.s.2. Getið líka fylgst með ræktarKolbrúnu á instragramminu mínu: kolbrunggetsfit 



No comments:

Post a Comment