Er eitthvað leiðinlegra en að sofa yfir sig? Ég held hreinlega ekki!
Plan morgunsins átti að hljóma svona:
06:30 - vakna, fara og synda kílómeter
eftir sund ætlaði ég heim að græja nesti fyrir daginn
8:20 átti ég að vera mætt í líffærafræði tíma.
Plan morgunsins endaði svona:
8:10 - vaknaði, sjúklega þreytt, hugsaði ahh fokkit, sleppi líffærafræðinni núna.
8:40 - hrökk upp, fokk! stöðumælirinn!
Klæddi mig í snartri, henti hárinu í teygju og hljóp út með eitt abt til að borða í morgunmat
Engin sekt, fjúff!
Mætti í líffærafræði tíma allt of seint og mér til mikils ama var einmitt skemmtilegur gestakennari að halda fyrirlestur, en ekki vanalegi kennarinn okkar. Þar með missti ég af stórum hluta sjúklega fróðlegs fyrirlesturs.
Sárabæturnar voru þó þær að ég var komin í tæka tíð til að skoða heilann sem kennarinn kom með (mætti með hann í viskustykki takk fyrir takk)!
Nú sit ég með bauga niður að nafla, hárið ljótt og ómálað fés á lesstofunni í HÍ, að mygla ofan í sálfræðibókina mína! Að auki er ég óhreyfð og ónestuð, gleði gleði.
Heilar eru töff, það verður að segjast! Heilinn sem við skoðuðum var með merki um heilablóðfall. Ætla að vona að einn daginn verði hjúkrunarfræðinemar HÍ að skoða heilann á mér í tíma! (Ætli ég fylli bara út eyðublað??) Ekki þarf ég mikið að hugsa í moldinni svo vonandi fæ ég því framgengt.
Ætli ég þurfi ekki að halda áfram að lesa um mirror cells í manninum (ef ég skil rétt þá eru það til dæmis þær sem láta þér líða eins og það sé könguló að skríða á þér þegar að þú sérð könguló)
-K
No comments:
Post a Comment