Sumt er einfaldlega "óhöndlanlegt" í lífinu.
Sumir hata tær, aðrir eru með köngulóafóbíu og enn aðrir hræddir við ketti.
Hér eru 5 hlutir sem ég höndla ekki:
Tuggið Tyggjó
Það er ekkert ógeðslegra en tuggið tyggjó. Það eru tvær týpur af fólki; Þeir sem henda tyggjóinu sínu í ruslið og þeir sem geyma tyggjóið sitt t.d. á diskinum eða kókómjólkurfernunni á meðan að þau borða. Hver er tilgangurinn? Setja þau kalt og hart tyggjó aftur upp í sig eða eru þau einfaldlega of löt til að standa upp og henda því í ruslið?!
Skítug Hárafýla
Hárafýla er með verstu lyktum sem ég get fundið! Þegar að hárið er orðið það skítugt að það er komin fýla af því, þá er kominn tími á að fólk geri eitthvað í sínum málum! Sturta á dag kemur skapinu í lag krakkar mínir.
Niðurfallshár
Það er ekkert ógeðslegra í lífinu en niðurfallshár! Mómentið þegar að maður fattar að nú sé komið að því að hreinsa niðurfallið... þvílíkt ógeð! (þetta er líklega ein ógeðslegasta mynd sem fyrirfinnst á gervöllu internetinu) Manni líður eins og maður hafi verið að draga úldinn kött upp úr sturtubotninum eftir síkar aðgerðir.
Úldin tuskufýla
Ég á líklega við eitthvað "issjú" að stríða í sambandi við fýlur. Hinsvegar er lyktin af tusku sem er búin að vera aðeins of lengi í notkun eða uppi á borði ein sú allra versta! Tuska sem notuð var til að þrífa upp mjólk eða eitthvað slíkt lyktar eins og þvagblaut rotta. Hræðileg lykt... Ég spotta svona fýlutuskur úr margra kílómetra fjarlægð!
Kiss með Prince
Af einhverjum ástæðum fæ ég hroll þegar ég heyri þetta lag! Mér finnst þetta bara það allra leiðinlegasta lag sem ég hef nokkurtíma heyrt, ásamt þessu lagi.
-K
No comments:
Post a Comment