Saturday, October 26, 2013

Emergency!

Svona var ástandið á miss brownie í gær! Ég vaknaði með sveppahár sem var svo þykkt að það hefði dugað í 5 hárkollur
Èg fèkk sem betur fer tíma í klippingu á Solid og nú lítur daman mun betur út. Ég er ca 10 kg lèttari eftir klippið og líður eins og ég sè tvítug aftur! 
Èg skellti mèr í tvöfalt tuttuguogfimmára afmæli í gær og skemmti mér konunglega! Komst hinsvegar að því að líklega sè èg að verða of gömul til að mæta í partý þar sem að èg datt óvart í 5 mínútna kríu í sófanum um þrjú leytið! Þarf að fara að læra að prjóna og sauma út svo èg geti eytt helgunum í það og verið farin að sofa fyrir tíu fréttir. Í dag ætlaði ég að læra eins og enginn væri morgundagurinn en èg er ekki enn byrjuð! Gæti þurft að taka upp á því að eitra fyrir meirihluta hjúkkunemanna á fyrsta ári svo èg komist áfram, þar sem plan A er ekki að ganga. 

-K

No comments:

Post a Comment