Sunday, September 15, 2013

Um Dittinn og Dattinn

100 dagar í jólin gott fólk! Það þýðir að það séu aðeins um 80 dagar í að undursamlegu súkkulaðibitakökurnar hennar Grétu stingi upp kollinum... (ööö en ég er hætt að borða óhollt.. byrja á  mánudaginn sko, lofa!)

Enn einn Sunnudagurinn, enn ein vinnuhelgin, enn einn staflinn af heimanámi sem bíður mín. Þvílík gleði! Mér finnst eiginlega óstjórnlega gaman (Erfitt! en gaman) í hjúkrunarfræðinni. Ég fór í BA í ensku upphaflega því að enska var alltaf það sem ég var góð í. Hjúkrunarfræðin er að losa mig við langvarandi ótta minn við allt sem tengist náttúrufræði, og VÁ hvað heimurinn er magnaður! 
Kærastinn er örugglega ekki sérlega ánægður með að veggirnir heima hjá okkur eru hálfpartinn veggfóðraðir þessa stundina með myndum af beinagrindum og vöðvum manna (æ er það ekki bara töff?). 

Ég gat loksins kíkt í yndislegu Þorlákshöfn á Föstudaginn að heimsækja fjölskylduna, þvílík hressing á sálina! 

Lyklakippu budda (handhægt fyrir stöðumælaklink) sem mamma dúlla heklaði handa mér 



1. Hulda Kristín dúllufrænka vildi föndra snudduband á Birnu Björnsdóttur, dúkkuna hennar
2. Hún ætlaði að vera hugrökk og smakka reyktann þorsk, en hætti við og fékk sér bara rófur! (Sem betur fer, slæmt er það ef að 4 ára frænkan er hugrakkari en stóra frænkan)

Einn Ryanismi til að koma mér í gegnum lífefnafræðidæmin fyrir morgundaginn!

-K





No comments:

Post a Comment