Mánudagar. Eru þeir einhvertíman stórkostlegir? Byrjaði daginn á því að snooza í tvo klukkutíma, TVO! (p.s. hafið þið tekið eftir því hvað tvo er undarlegt orð? Var smá stund að hugsa hvort þetta væri í alvörunni orð eða hugaruppspuni minn)
Fyrsti og eini tíminn minn var klukkan 11:40. Ég ætlaði hinsvegar að fara eldhress á fætur kl 7 og skunda í ræktina, fara upp í skóla að læra áður en tíminn byrjaði og nýta daginn til hins fyllsta! En nei, svo skall mánudagurinn í andlitið á mér eins og blaut tuska. Ég man í gegnum svefnþokuna að í hvert sinn sem klukkan hringdi á 10-15 mínútna fresti átti ég samtal við sjálfa mig í huganum.
Það var eitthvað á þessa leið:
OfurKolbrún: Jæja Kolbrún, opnaðu augun, þú þarft að fara í ræktina!
AlvöruKolbrún: Æji nei, bara nokkrar mínútur í viðbót, get alveg farið í ræktina eftir skóla!
OfurKolbrún: Þú veist þú gerir það ekki, þar að auki þarftu að læra ógeðslega mikið!
AlvöruKolbrún: En það er rok!
OfurKolbrún: Þú klæðir þig bara vel!
AlvöruKolbrún: Æ sko skólinn er örugglega felldur niður það er svo mikið rok!
OfurKolbrún: Þú ert í Háskóla, ekki grunnskóla! Koma svo, ef þú ferð frammúr núna nærðu allavegana að læra aðeins
AlvöruKolbrún: ZZZzzzzZZZzzz ÞAÐ ER ROK! ZZZzzzZZzzz
Klukkan hálf tíu drattaðist ég frammúr og hunskaðist í skólann.
Ég leitaði að bílastæði í 30 mínútur!! Ég hefði betur tekið strætó þennann morguninn því ég endaði á að leggja nokkrum kílómetrum frá Eirbergi (skólabyggingunni sem ég var í).
Nú er tíminn búinn, ég búinn að fara í rúmfatalagerinn að eyða tæpum 9 þúsundum (hvernig fer ég að þessu?!) og er sest inn á Háskólatorg að reyna að byrja að læra. Það gengur svo vel að það eru ca 30 mínútur síðan ég kom og ég ekki enn byrjuð. Oh well, batnandi konum er betra að lifa!
Fór á Facebook þegar ég vaknaði og þetta poppaði upp sem "suggested app"! Snjöll vekjaraklukka er greinilega eitthvað sem síminn vill að ég kaupi. Er síminn minn að stunda persónunjósnir?? Þetta mál þarf að kanna!
-MánudagsK
Hahah þú ert frábær.
ReplyDeleteEn ég myndi alvarlega fara að athuga hvort að síminn þinn sé að stunda persónunjósnir, það er skrítin lykt af þessu ;)
-Íris Dröfn