Thursday, October 16, 2014

Hollar Bananapönnsur

Þá sjaldan maður þykist vera húsfreyja! 

Ég er búin að vera með á heilanum í dag að búa til hollu bananapönnsurnar sem allir eru að kokka þessa dagana. Ekki veit ég af hverju. Hinsvegar verð ég að framkvæma svona lagað ef ég fæ það á heilann. Það var þá ekki annað í stöðunni en að smella í possion af hollustupönnsum þegar ég var búin að vinna kl 23 í kvöld. 

Þær eru til í ýmsum útgáfum en ég valdi þá auðveldustu sem ég fann (já, ég er uppskriftalöt!)

2 bananar
2 egg
1 tsk kanill

Þeyta saman með handþeytara þangað til það er að mestu ókekkjótt

looking good

Nei.. hæfileikar mínir í "bakstur" deildinni eru víst af skornum skammti. 
Ekki eitthvað sem ég erfði frá elskulegu móður minni! Þessi ásamt þremur systrum sínum endaði í ruslinu. Líklega var ég þó að gera þær of þykkar þar sem að ég henti í eitt þunnildi og voilá! 
Pönnukaka sem hægt var að flippa. 

Ofsa fín pannsa

Ég verð nú bara að segja að englarnir sungu og Guð talaði til mín þegar að ég fékk mér bita.
Möguleikarnir eru endalausir með þessar pönnsur! Óhollustuperrinn í mér er óður í að setja súkkulaðispænir í deigið, jah eða að smyrja Nutella yfir!

Það verður víst að bíða einhvers góðs laugardags við tækifæri. 

Gúrme stuff! 
Fær toppeinkunn frá kgunnars
-K


No comments:

Post a Comment