Í morgun fékk ég að finna fyrir því hvað hlass af hvítum kókosklöttum (my kryptonite), tvö djömm, árshátíðargúff og lakkrísát gefur af sér.
+1 kg
Veit reyndar ekki með fituprósentuna en ég vona að hún hafi ekki hækkað mikið.
Held ég hafi ekki misst einn einasta cm, en á eftir að fá sent skjalið með mælingunum.
Tveimur vikum af æfingum sóað í helvítis rassgat og mér líður eins og ég sé glötuð.
Það er nefnileg alveg hundleiðinlegt að vita uppá sig skömmina!
Hafdís hélt samt áfram að peppa mig og ég lofaði að ég myndi ekki gefast upp. Ég hef ekki verið að skila matardagbók síðstliðin mánuð og ég er greinilega bara þannig gerð að ég þarf að hafa einhvern annan til að borða hollt fyrir.
Ég get þó ekki annað en rifið mig upp, skipt kókosklöttunum út fyrir papriku og seponerað hinu bölvaða ruslinu. Ég verð óð um helgar. Alveg eins og alki getur ekki farið bara á fyllerí á laugardögum get ég ekki bara fengið mér nammi á laugardögum.
Ljós í myrkri er allavegana að ég er búin að vera dugleg að mæta í ræktina!
Hádegismaturinn í dag.
2 egg steikt á pönnu. Kryddað með smá hvítlaukssalti frá pottagöldrum.
2 msk kotasæla, 1 tsk rautt pestó. Paprika og kjúklingaskinka. Ofsa, ofsa gott!
Trúi ekki að ég hafi aldrei borðað kotasælu áður. Núna langar mig að setja kotó á allt. Jafnvel að sleikja hana af nöktum karlmannslíkama!
Jæjja, getting out of hand hérna.
Föstudagsgersemi handa ykkur til að koma ykkur í helgarstuðið!
Ég ætla ekki að drekka áfengi fyrr en eftir lokaprófin 15. des, og er að vinna um helgina.
Helgin verður bara lærdómur, rækt, vinna, hollusta.
lofa!
Ætla líka að muna að brosa og vera glöð um helgina, þar sem að það var eitt af markmiðum meistaramánuðs hjá mér.
Njótið helgarinnar krútt
-K
No comments:
Post a Comment