Sunday, December 1, 2013

Stress!

Eftir 12 klst mun ég sitja við borð 32 í Eirberg í mínu fyrsta prófi í hjúkrunarfræðinni.
Líffærafræðin startar prófatíðinni og fast á hælana fylgja hin fjögur prófin.
Ég er stressuð, ég er hrædd og ég er í uppgjöf…

Ég er hinsvegar búin að ákveða að ef að ég kemst ekki áfram í gegnum klásusuinn núna, þá mun ég gera það næsta haust! 

Ég fékk vægt hjartaáfall áðan þegar að ég hélt að veskið mitt með ölum persónuskilríkjunum mínum væri týnt! Það þarf að sýna skilríki til að geta tekið prófið svo að ég var farin að undirbúa mig undir það að bruna í Þorlákshöfn eftir vegabréfinu mínu þegar að ég ákvað að stinga hendinni undir bílstjórasætið í Grása (vildi óska að ég hefði verið í gúmmíhönskum) og auðvitað var elsku veskið þar og steinþagði!

Endilega elsku vinir, sendið þá allra sterkustu gáfustrauma sem þið eigið til mín klukkan 9 í fyrramálið.
Ekki einu sinni aðal pepp vélin hann Ryan Gosling gæti róað mínar taugar núna! 

-K

Desember-Hrós dagsins fær þessi þó svo að hún hafi skrifað þetta 19. nóvember! 



No comments:

Post a Comment