Tuesday, November 19, 2013

Praise the lord!

Kraftaverkin gerast enn krakkar mínir! 
Frökenin skellti sér í ræktina áðan og tók vel á því, eftir óreiknanlega langann tíma! 
Ætli það séu ekki svona 6 vikur síðan að ég steig fæti inn í Reebok Fitness! Þrátt fyrir stöku göngutúr og labb í skólann hef ég verið latasta dama í heimi.
Ég er búin að vera drottning afsakananna! Flutningar, leti, veikindi, leti, æ er enn með kvef osfrv. 
EN, no more my friends! Ég hef engann áhuga á að taka nammipoka prófalestur á þetta í desember svo það verður byrjað daginn á ræktinni áður en það verður skutlast upp í skóla að kramma! 
Takið eftir því að ég fór í ræktina þrátt fyrir hornebba og eyrnabólgu! (verður maður ekki að taka sjálfpeppið á þetta?)

Mér finnst að Reebok fitness hefði nú átt að taka á móti mér með blöðrum og fagnaðarópum þegar ég skráði mig inn, í staðinn fékk ég ekki einu sinni góða kvöldið, heldur kalt augnarráð frá þeim í afgreiðslunni

ein sveitt og sexy

-K

No comments:

Post a Comment