Góðverk dagsins framkvæmdi ég hvorki meira né minna en klukkan 6:30 í morgun!
Ég og Kristín Dís ætluðum að rúlla í ræktina að rífa í lóðin þegar að kínversk hjón stóðu á vitastíg og voru gjörsamlega týnd. Kristín talaði við þau og hún með sína enskukunnáttu og þau með sinn skemmtilega hreim endaði í því að Kristín taldi það fyrir víst að þau væru að leita að "gymnasium" (s.s. ræktinni).
Þau máttu aldeilis fá far en svo kom í ljós að þau voru að fara á Reykjarvíkur flugvöll en ekki í leit að rækt. Sem betur fer fattaðist það áður en að við vorum komnar að Reebok Fitness svo að við vippuðum þeim upp á flugvöll og við brunuðum sáttar með okkur í ræktina.
Ég er í 11 daga vaktatörn núna og er örlítið þreytt! En mikið er ég þakklát að hafa fengið meiri vinnu í Sóltúni fyrst að ég komst ekki áfram í skólanum.
Ég fékk kitl í magann þegar að ég sá að er komin sería þrjú af Girls, og það þrír þættir í einu! ííískr.
Letikvöld here I come!
-K
No comments:
Post a Comment