Friday, January 10, 2014

Í þá gömlu góðu daga

Hér ligg ég uppi í rúmi á Beggó, nenni ekki að sofna því að ég veit að ég þarf að vakna og fara í vinnuna klukkan 8 í fyrramálið. 
Það er partý í húsinu og ekki var mér boðið. Ég held að ég ætti kannski að leggja það á mig að vita hvað nágrannarnir mínir heita, þá mögulega fengi ég party invite!

Ég man þá tíð þegar að vinna var engin fyrirstaða fyrir djammi og maður mætti bara skelþunnur og líklega enn svolítið fullur í sjoppuna og opnaði búlluna. Síðan þraukaði maður í gegnum daginn með æluna í hálsinum, steikjandi borgara og fröllur ofan í aðra þunna Þorlákshafnarbúa. 
Djömmin sem maður átti frá 17-20 ára voru gúrme góð!
Eftir tvítugt var þetta ekki orðið eins skemmtilegt því allt í einu mátti maður allt. Það var engin spenningur og óvissa lengur um hvern maður ætti að plata í ríkið fyrir sig. 
Hvíta húsið var algjörlega málið fyrst, svo tók Draugabarinn á Stokkseyri við og að lokum 800 bar. 
Ég og tvær vinkonur mínar vorum með sérstakann kjól sem kallaðist hözzlkjóllinn
Hann fékk það skemmtilega nafn vegna þess að sú sem var í kjólnum lenti undartekningalaust sleik við einhvern sætann það kvöldið (okei í minningunni voru þeir allavegana sætir).
Það voru sleik-keppnir, "hljómsveitar"meðlimur í Mercedes Club tróð höndinni á einni vinkonunni ofan í buxurnar sínar, það var tekið skot, það var gubbað, tekið fleiri skot, gert eitthvað klikkað og lent í ýmsum undarlegum atvikum.
Það var miklu fórnað ef einhver tók með sér feng heim og má meðal annars nefna það þegar að ungur herramaður var hösslaður í pulsuvagninum eftir strákalaust ball og verandi góð vinkona ætlaði ein í skottið svo að hann gæti farið heim með einni af dömunum, en auðvitað var skottið fullt af dekkjum. Það sem við reyndum að loka, en það bara gekk ekki! Einhvernvegin varð að redda þessu svo talað var um að einhver myndi bara liggja í gólfinu (já maður var frekar óábyrgur einstalingur á þessum tíma). Þá fauk í eina vinkonuna sem sagðist ekki ætla að taka þátt í þessu fjöldamorði og tók taxa fra Selfossi til Þorlákshafnar. Sagan segir að ég skuldi henni ennþá þennan tíu þúsund kall! 
Eitt sinn sat ein okkar á gírstönginni heim af Selfossi til þess eins að önnur gæti tekið einhverja slummvél heim með sér. Öryggið var ekki beinlínis á oddinum á þessum tíma, en sem betur fer komumst við lifandi í gegnum þessi ár og erum vitrari í dag. 
Eflaust fyrir eitthvert ball í Hvíta

Dömur á leið á Reiðhallarball
 Tekin í 19 ára afmælinu mínu
 Dömur á einhverju gúrme Palla balli
 Tekin á okkar stoltasta augnabliki, þegar að Jóhanna Guðrún (æsku Idolið) lenti í 2. sæti í júró
 Á leið á Reiðhallarball
 Þjóðhátíð
 Grunsamlega saklaust unglamb á balli
Tvær byttur að staupa tequila um hádegisbil á Tene!

Það var einfaldlega skemmtilegra að djamma undir tvítugt! 

-K

No comments:

Post a Comment