Tuesday, November 26, 2013

Sá tími ársins!

Nú er sá tími ársins sem allar lesstofur eru stútfullar af örvæntingafullum nemendum.
Eftir tvo daga af 13 klst lærdómi er ég orðin ansi spennt fyrir því að klukkan slái 12 á hádegi þann 16. desember! Þá skal farið í Nudd og Spa og hver veit nema að maður fari all in og taki mánudagsdjamm.
20 dagar í jóla"frí", sjibbí!

Á lesstofunni í dag heyrðust uppgjafarstunur frá öðrum hverjum nemanda og ég sá meðal annars þrjá nemendur leggja sig í gott korter fram á borðið (okei kannski var ég sá þriðji, en það var bara í fimm mínútur, lofa!)

Ég fæ svipuð einkenni og þær sem eru ófrískar þegar ég er í prófum! Hormónin fara á svaka djamm hjá mér og í dag lenti ég í því að ég ætlaði að fara að hósta en fór eiginlega næstum að gráta í staðinn. Ég las líka sultu slaka frétt um að einhver iphone sími væri kominn í leitirnar og þá ætluðu flóðgáttirnar af stað. Ég var snögg að loka fréttinni og halda áfram lestri! 

Ég held ég verði að skella mér í sund, plokkun og litun og helst lýtaaðgerð til að sporna gegn prófljótunni sem er ofboðslega nálægt því að bíta mig í rassinn.

6 dagar í fyrsta próf

-K

No comments:

Post a Comment