Sunday, November 3, 2013

Partý á Beggunni

Í nótt var brjálað stuð á Bergþórugötunni! 
Partý út um allar trissur og söngur langt fram undir morgun. Gleðin ómaði um hverfið og klikkað fjör! 
Svona myndi èg líklega segja frá gærnóttinni ef èg hefði verið að taka þátt í gleðskapnum! 
Kolbrún gamla var hinsvegar að reyna að sofa því það var ræs snemma til að fara í vinnu klukkan 8.
 Èg hrökk upp um fjögur leytið við óminn af eftirpartíum hjá íbúum hverfsins. 
Það var dinglað hjá mèr, en vegna fyrri reynslu ákvað èg að hleypa engum inn! Ég íhugaði að endurskoða ákvörðun mína eftir tuttugu mínútna bank djammarans, en stóð síðan föst á mínu! (Afstaðan hefði mögulega verið önnur ef mèr hefði verið boðið í eitthvað af þessum partíum!) 
Èg fann biturðina læðast aftan að mèr þar sem að èg hafði verið með gígantískann djammpúka á öxlinni allann gærdaginn. 
Eftir 2-3 klst svefn hrökklaðist èg í vinnuna, ósofin og ódjömmuð. Èg verð víst að bíða eftir næstu helgi svo èg geti fullnægt púka litla, hver veit nema það verði eftirpartý hjá mèr?!

Daman þegar hún var "yngri" (tekin rétt áður en ég varð 24 ára)
-GamlaKonan

p.s. var að smella yfir 2000 pageviews! Vei :)

No comments:

Post a Comment