Nú er ég að reyna að vera dugleg að hreyfa mig og borða hollt.
Er komin með áhuga fyrir hóptíma sem ég var að prófa í fyrsta skipti í síðustu viku og heitir CardioFit. Tíminn byggist á high intensity training og mér þykja þeir mjög skemmtilegir.
Það sem er hinsvegar að skemma fyrir mér eru veikindi, helvítis hiti og beinverkir sem virðast ætla að loða við mig eins og mýflugur að skítahrúgu.
Það skemmir líka aðeins að ég er með nammifíkn á hæsta stigi og gæti vel farið heim og stútað nammipoka eftir æfingu. Ég þarf alvarlegann skammt af sykur-detoxi!
Elsku Ryan veit hvað maður þarf!
Annars er bóndadagurinn á næsta leyti og ég hef engann til að dekra!
Þið "bóndar" sem hafið engann til að láta dekra við ykkur getið bara sent inn umsókn á kolbrungunn@gmail.com.
-K
No comments:
Post a Comment