Tuesday, September 16, 2014

Mælingar ofl

Ég fór í mælingu hjá Hafdísi einkaþjálfara í gær (15. sept).
Við ákváðum að hafa núna mælingar á tveggja vikna fresti, til að halda mér við efnið.
Ég fór inn með svart ský yfir höfðinu þar sem að ég bjóst við minnst +2 kg vegna pepsi max drykkju og ýmislegs misgóðs fæðis úr Hámu. Bölvað háskólalífið! Ég enda á að úða í mig kolvetnum og sykri til að lifa af fyrirlestrana án þess að hrjóta og svo krassar maður af slæmu matarræði.
En, dagar pepsi max og samlokanna er over!
Það kom mér þó skemmtilega á óvart að þrátt fyrir P-max, sömmur, veikindi og ræktarleysi þá var ég ekki búin að bæta neitt á mig og komin niður um 1,1% í fitu. 
Ég kalla það nú svo sem ekki gott fyrir 2 vikur, en miðað við líferni þessara tveggja vikna er ég glöð.
Meira að segja rassinn, sem hefur staðið í sömu tölu upp á MILLIMETRA í þrjá mánuði loksins droppaði þremur sentimetrum. Étur P-max upp rassafitu? Þetta þarf að rannsaka.

Hafdís sagðist þó helst hafa viljað að ég væri á leið upp en ekki niður, til að minna mig á að svona á þetta ekki að vera! Ég tók það til mín og er búin að vera góð í matarræðinu (í þessa tvo daga, fæ ég medalíu?) og búin að taka rosalegar æfingar.
Nýja prógrammið er algjör killer! Fáranlega skemmtilegt en ég gæti þurft að ráða manneskju í að skeina mig þangað til að líkaminn fer að venjast því.

Myndir líðandi stunda

Á þessum tímapunkti hefði ég ekki getað gert hálfa armbeygju til viðbótar til að bjarga lífi mínu!

Eftir ræktar selfí.. jújú það eru nokkrar þannig í pokahorninu!


Ein enn í safnið

Fór yfir gamlar myndir í gær og fannst gaman að sjá muninn. 
Útskriftin mín 2012 (fullt tungl!) og svo núna. 
Stundum er ágætt að minna sig á að maður sé kannski bara að standa sig alltílagi.

-K



No comments:

Post a Comment