Monday, October 6, 2014

Mælingar 3. okt

Ég fór í mælingar og vigtun á föstudaginn og það fór nú bara framar vonum!
-1,3 kg og fór niður um tæpt prósent í fitu%
Næstu mælingar eru 17. Október, þá er stefnan sett á -2kg
Markmið meistaramánuðar eru -4 kg og missa allra minnst 0,65% fitu 

September mánuður var frekar latur hjá mér. Að hluta til vegna veikinda og að hluta til vegna almennrar leti. Ég er búin að vera að vinna í þessu stanslaust frá 27. maí og ætli þriggja mánaðar letin hafi ekki gripið mig aðeins. Nú er ég hinsvegar til í allt og farin að hlakka aftur til að fara á æfingar. 
Allt afmælis rugl búið (hélt nefnilega þrisvar uppá það). 
-Matarboð með fjölskyldunni
-Út að borða og ostakaka
-Afmælispartý með tilheyrandi drykkju og tjútti

Nú verður skólinn tekinn í nefið og ræktin gjörsigruð!


Þessi bollubína frá ári síðan er ekkert sérlega velkomin aftur




-K

No comments:

Post a Comment