Tuesday, November 25, 2014

Einkó ofl

Þá er eg byrjuð í einkaþjálfun aftur eftir 5 mánuði af fjarþjálfun.
Ég er búin að mæta tvisvar til Hafdísar. Fyrsti tíminn fór í þol og styrktarpróf og ég var bara nokkuð ánægð með mig þar! Ég meira að segja stóð mig svo vel í styrktarprófinu síðast þegar ég var hjá henni að ég gat ekki bætt mig meira því það hefði ekki verið marktækt. Svo ég fékk erfiðara styrktarpróf núna og get þá bara borið það saman við prófið eftir mánuð. Ég bætti mig í Coopers testinu frá því síðast þegar ég tók það (í lok júlí) svo ég er sátt með sjálfa mig. Hlakka til að taka prófin aftur.
Í gær fór ég svo í einkaþjálfun til hennar. Ég hefði ekki trúað því að ég gæti fengið svona miklar harðsperrur! 
Ég hreinlega hélt að ég væri orðinn svo mikill köggull að ég væri hætt að fá svona getekkistaðiðuppúrrúminueðaskeintmérsjálf harðsperrur. Ég hafði greinilega rangt fyrir mér! 

Ég ákvað að ég ætlaði að setja mér það markmið að geta gert eina upphýfingu í rimlunum í Reebok án aðstoðar eftir þennan mánuð af þjálfun. Ég hafði s.s. aldrei prófað upphýfingar nema í tækinu (sem er með assist). Hafdís lét mig prófa í gær með teygju og ég heeeld ég fresti þessu markmiði aðeins um nokkra mánuði. Ég þarf amk lengri tíma en mánuð til að ná þessu! 


Morgunrútínan er svo dásamlega góð! Það er svo gott þegar maður neyðist ekki til að vera mættur eitthvert á ákveðinn stað á morgnana. Ég verð nefnilega hálf ónýt ef ég fæ ekki hafragrautinn minn á morgnana! Svo segja læknar á netinu að volgt vatn með sítrónu eigi víst að vera allra meina bót. Auðvitað hlýði ég þeim bara!


Smá Ryan's pepp fyrir lærdóm dagsins



-K 

No comments:

Post a Comment