Monday, September 28, 2015

25 for a day

Enn og aftur er afmælisdagurinn að renna upp. 
Èg er lukkuleg að vera mikill unnandi afmæla og að vera umfram allt afmælisprinsessa, en ekki að fríka yfir rísandi aldri. Það eru svo mikil forrèttindi að fá að vera til!
26 verð èg víst á morgun, 29.09.
Í fyrra átti èg mèr alls kyns drauma um að verða komin með þvottabretti og skornar hendur, sem hefði líklega vel getað gerst... Ef èg væri ekki svona svakalegur súkkulaði grís! Èg ætla samt ekkert að gráta mig í svefn yfir að vera ekki í sama formi og èg var í 2014... èg horfi fram á veginn og reyni bara að bæta mig. 
Èg tók mèr frí frá fjarþjálfun jan-maí en byrjaði aftur hjá Hafdísi í júní. Amen og haleluja hvað það munar svakalega að hafa prógramm og einhvern til að hvetja mann áfram. (Mæli btw með að adda henni á snap! hafdisbk, skemmtileg hjá henni snöppin) Hún hlýtur samt bráðum að fara að verða leið á mèr... Èg get svo vel gert upp á bak í matarræðinu stundum.
Èg sá samt vel hvað ég get vel gert þetta þegar að èg missti 2.1 kg á 1 viku, bara á því að mæta í ræktina 6x yfir vikuna og borða hollt (ekki 1 súkkulaðibiti takkfyrirtakk!) 


Það verður lètt kökuboð á morgun og svo gott stelpu partý á laugardag til að fagna árunum 26. 
Keypti mèr afmælisgjöf frá mèr til mín um helgina.

Að lokum ætla èg að benda meðlimum í aðdáendaklúbbi gamla góða ananas hlunksins að ananas amino energy smakkast alveg eins og hann. Þvílíkur unaður!

Læt í mèr heyra hvernig nýji aldurinn fer með mig

-K





Tuesday, May 19, 2015

Rising from the dead!

Heyjó!


Þessi fór í ræktina í dag í fyrsta sinn í þrjá mánuði.. fæ ég klapp?

Eftir svona langa ræktarpásu skil ég ekki af hverju ég hætti að nenna að mæta. Eins og þetta er djöfulli ljúft og gaman! 

Ég þarf samt að skrúbba vel til í matarræðinu. Prófum lokið og öllu náð, Tenerife over og nú er fríhafnarnammið að verða búið og kominn tími á salat og smoothies! 

Vonum að við fáum smá sweet summer í ár.

C'ya
-K


Friday, January 9, 2015

Life 2015

Ég trúi varla að 2015 sé runnið upp! 
Ég get ekki sagt að ég eigi eftir að sakna 2014 mjög mikið. 
9 dagar búnir af nýja árinu og hingað til lofar allt góðu! 
Ég komst í gegnum klásus og er því komin inn í hjúkkuna. Check engine ljósið kviknaði í Kalos, en ákvað þó að fara bara að sjálfu sér sama dag og ég fékk dásemdar fréttirnar frá hjúkrunarfræðideildinni. 

Á mánudaginn vann ég í facebook leik sem Ale Sif og Perform.is stóðu fyrir. Maður átti að skrifa niður þrjú af markmiðum sínum fyrir árið.
Þessi þrjú eru brot af því sem ég er búin að setja mer sem markmið fyrir komandi ár.
Ég var svo lukkuleg að ég vann Amino Energy og Whey lean protein ásamt tveimur hristibrúsum.
Kemur sér vel þar sem að maður er enn að rétta úr kútnum eftir fríið. Það verður gott að komast í rútínu á mánudaginn þegar að skólinn byrjar. Mæli með því að þið kíkið á bloggið hennar Ale og tjékkið á hafraklatta uppskriftunum hennar. Hún er bæði með nammidags uppskriftir og hollari útgáfur. Er alltaf á leiðinni að prófa að baka svoleiðis, en hef ekki enn komið því í verk


Fyrst að jólin eru komin og farin er hægt að fara að láta sér hlakka til sumarsins! Ég er persónulega orðin alveg hundleið á þessum snjó. 

Þetta polar úr fékk ég í jólagjöf frá elsku mömmu og pabba. Ég er alveg hrikalega ánægð með það og er alveg að elska það að sjá það "svart á hvítu" hvernig ég stóð mig á æfingu. Stundum fer ég meira að segja tvisvar á dag, bara til að fá "égerdugleg-fixið".

Sambýliskonan hún Sigrún kynnti mig fyrir þessari lífsins dýrð. Döðlur með grófu hnetusmjöri smurðu ofaná. Að kjammsa á einni svona er eins og að synda um í karamelluhnetusmjörs alsælu, í himnaríki! (allt er samt gott í hófi krakkar mínir)
Mér finnst snilld að skella tveimur svona í mig rétt áður en ég skunda á æfingu. Orkan sem maður fær úr þessu er svakaleg! Pre-workout hvað?! 

Að lokum langar mig að henda í eina árangurs mynd.
<-- 3. jan 2015
--> 1. jan 2014

Langt í land, en mikið er ég spennt fyrir ferðalaginu!

-K