Wednesday, October 30, 2013

It's written in the stars

Mér þykir afskaplega gaman að lesa stjörnuspánna mína. Það er ekki það að ég telji það að í hvaða stjörnumerki við fæðumst muni skilgreina okkur sem manneskjur, það er meira þannig að þær láta mig alltaf fara að hugsa. Ég virðist líta meira inná við og hugsa um tilfinningar mínar frekar en að spá í hvernig fronturinn lítur út. 

Hinsvegar finnst mér magnað hvað stjörnumerkin eiga oft vel við! 
Vogir eru til dæmis oft á tíðum mjög óákveðnar, og það er ég einmitt, í yfirfylltum mæli. 

Skemmtilegustu stjörnuspárnar finnst mér koma frá Siggu Kling. Hún virðist alltaf hitta naglann á höfuðið og ég næ að tengja ótrúlega vel það sem er að gerast í lífi mínu við það sem hún skrifar. Stundum finnst mér eins og hún sé bara að skrifa spánna fyrir mig og engan annann. Þetta hef ég einmitt heyrt frá mjög mörgum. Þvílíkur hæfileiki sem konan hefur að skrifa eitthvað sem svo stórum hluta lesenda finnst tengjast sér! 

Sigga segir til dæmis í spánni fyrir vogina:
 "Mundu að hamingjan getur verið bak við hurð sem þú hélst að væri læst. Mundu það lika kæra vog að það að vera hamingjusamur þýðir ekki að allt sé fullkomið, enda yrði það nú dæmalaust leiðinlegt."

Ég hlakka mikið til þess að opna þessa hurð sem ég hélt að væri læst og ég er alveg sammála því að ef lífið væru dans á rósum alla daga myndi maður aldeilis hætta að kunna að meta góðu dagana.


Eigið yndislegann dag í rokinu og rigningunni elsku vinir!
-K

1 comment:

  1. ég hef nú sjálfur komist að því að mín stjörnuspá segir mér ekkert um mig sem persónu.. nema þetta venjulega sem kemur í stjörnuspá hjá flestum stjörnumerkjum, enda er ég svo æðislega óvenjulegur ;)

    ReplyDelete