Thursday, January 30, 2014

Biggest loser ofl

Nú er ég mætt í Þorlákshöfnina góðu, heim til mömmu og pabba.
Það sem það er gott að koma til þeirra og leyfa þeim aðeins að dekra við sig (enda finnst þeim það stórkostlega gaman gruna ég). Ég er búin að leyfa mömmu að elda góðann mat og nú stend ég í stórþvottum. 
Það er nefnilega eitthvað við það að geta skellt i þurrkara og sleppt því að hengja upp á snúrurnar í blokkar-þvottahúsinu. Það er fátt verra en að taka niður af snúrunum og finna blokkar fýlu af þvottinum manns. Um daginn var meira að segja rakspíralykt af nýþvegnum bol frá mér! 


En að málefnum málefnanna, BIGGEST LOSER Ísland!
Ég sat límd við skjáinn í kvöld að horfa á annann þátt af seríunni. Ég trúi ekki að það séu bara 9 þættir eftir af þessari snilld. Þið sem eigið eftir að sjá þáttinn bið ég um að lesa ekki lengra, spoiler alert! 

Nú höfum við misst okkar besta mann úr þættinum. Óðinn, you will be missed!
Það sem ég gat hlegið að loftlófa pumpinu hans í fyrsta þættinum. Ég mun einnig sakna frásagnanna hans frá 2005.
Mér finnst þessi þáttur tær snilld og gaman að sjá íslendinga í þessu. Auðvitað er hann hálf kjánalegur á köflum, en það virðast vera einhver lög sem fylgja íslenskum þáttum sem eiga erlenda fyrirmynd. 

Hverjum spáir þú sigri? Ég held klárlega með Önnu Lísu, annars gæti verið að Jóhanna mali þetta!

-K

3 comments:

  1. Ég held að sjálfsögðu með henni Jóhönnu. Hún minnir mig mest á sjálfa mig þarna og ég var að vinna með henni uppá Lansa. Yndisleg í alla staði, gull af konu og vangefið dugleg :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já, ég gæti vel trúað að Jóhanna taki þetta :) Annars finnst mér Anna Lísa vera líka með rosa jákvætt hugarfar, það skiptir svo miklu máli.

      Delete
  2. Ég hef mikla trú á Önnu Lísu.

    ReplyDelete