Hafið þið hugsað um það af hverju maður er alltaf að gera lítið úr sjálfum sér?
Til dæmis ef einhver spyr hvað ég sé að gera í lífinu/þessa önn þá segist ég alltaf "bara að vera að vinna núna". Af hverju finnst mér ég vera að gera eitthvað minna í lífinu en þeir sem eru í skóla?
Ég viðurkenni líka að ég reyni alltaf að skjóta því einhvernvegin inn að ég sé nú búin með BA í ensku, þótt ég hafi bara verið að reyna við klásus í hjúkrunarfræði síðustu önn. Ég vil ekki að aðrir haldi að ég sé að verða 25 ára og ekkert búin að afreka í námi. Hryllilega er maður klikkaður!
Mér þykir til dæmis bara mjög gaman að vera að vinna núna og kann mjög vel við mig á Sóltúni.
Ég hef líka fengið þetta svar frá sumum þegar maður spyr hvað þau séu að læra "ég er bara að klára stúdentinn". Það er ekkert BARA við það! Að klára stúdentinn er bara hellings mál og maður má alveg vera stoltur af sjálfum sér.
Ég ætla að reyna að vera stoltari af mér í framtíðinni og vonandi þið hin líka, þið sem finnst allir aðrir en þið vera að sigra heiminn.
En úr sjálfshjálparbókinni yfir í annað kids!
Nú er Lífshlaupið hafið (vinnustaðkeppni í hreyfingu). Að sjálfsögðu er ég með í því og í dag gat ég hent inn 135 mínútum af hreyfingu sem samanstendur af 15 mín brennslu, 60 mín Zumba og 60 mín göngutúr.
Mikið er ég spennt að massa næstu 20 daga og vonandi vinnur fyrsta hæðin bikarinn þriðja árið í röð!
-K
No comments:
Post a Comment