Lífið er svo miklu skemmtilegra með bros á vör!
Eftir að hafa tæklað Janúar mánuð með skeifu á fési þá tók ég mig til og ákvað að taka á móti restinni af árinu með gleðidansi.
Nokkrir ljósir punktar í lífinu:
Vaknaði klukkan 8 í morgun og var komin í ræktina klukkan 9! Fór svo í klukkara göngutúr og synti í hálftíma, nokkuð sátt með lífið.
Áður en ég mætti í vinnuna á kvöldvakt ákvað ég að blása á mér hárið og laga mig aðeins til.
Það fór ekki betur en svo að hárblásarinn spýtti eldglæringum á mig og brann svo yfir!
Hvað er jákvætt við það, gætuð þið hugsað með ykkur. Jú sjáið til krakkar mínir, ég slapp nefnilega við það að kveikja í hárinu á mér og íbúðinni! Lukkan yfir manni alltaf hreint
Það var útsala í Maníu síðustu helgi. Þar keypti ég þrjú sólgleraugu saman á 990kr. Það gladdi litla útsöluhjartað mitt. Svo kom reyndar í ljós að þau eru öll með sama sniðið. En það er bara allt í lagi, því þau eru svo skrambi flott, og voru svo fjandi ódýr! Nú get ég fagnað sólinni með bros á vör og hina fínustu sjón.
Ég fór í göngutúr í dag og það var svo gott veður og allt svo lifandi og fallegt. Það gladdi mitt sumar-elskandi hjarta.
Sjóvá sendi mér þennann póst, sem mér fannst svo krúttlegur.
"Af því að lífið er skemmtilegt" lýsti bara nákvæmlega skapinu mínu í dag. Ekki var það verra að kíkja í bréfið og sá að þeir ætla að endurgreiða mér rúmar 7 þúsund krónur fyrir það að hafa ekkert klesst á árið 2013.
Lífshlaupið er að kæta mig og bæta mig þessa dagana. Það er nefnilega að drífa mig áfram í hreyfingu því að ég þrái svo innilega að liðið mitt haldi bikarnum þriðja árið í röð! Við erum að hrúga inn mínútunum og eins og staðan er núna erum við í fyrsta sæti. Margt getur þó gerst á þeim 16 dögum sem eftir eru.
Þessi taska. Ekki mikið hægt að segja um hana annað en að hún kætir mig ó svo mikið!
Nú veit ég hvað fer efst á óskalistann fyrir næstu jól.
Ég er öll í svona myndum.
Tölvan mín er stútfull af einhverjum hvatningar myndum og iphoneinn líka! Þessi orð eru ágætis áminning um að lifa í núinu.
P.s. Tjékkið á "#100happydays". Þetta er mjög skemmtileg hugmynd til að hafa jákvæðu hlutina í lífinu sýnilegri.
-K
No comments:
Post a Comment