Thursday, February 13, 2014

Handklæðin heim!

Nú er mér allri lokið, kæru vinir! 
Ég hef lent í hræðilegu áfalli, miklum missi. 
Öllum handklæðunum mínum hefur verið stolið hér úr þvottahúsinu á Bergþórugötu Sytten.
Að vísu var öllum nema einu stolið, sem betur fer átti ég eitt hérna í óhreinatauinu, en nú er ég hrædd við að þvo það og hengja upp. 
Nú er engin sturta á dagskrá fyrr en handklæðin verða komin heim eða ég verð búin að kaupa mér ný! 
Ég vona svo innilega að þetta hafi verið tekið í misgripum (ásamt öðru handklæði sem hvarf fyrir ca 2 mánuðum og ræktarbuxum sem hurfu fyrir 2 vikum) frekar en að það búi einhver virkilega stelsjúkur einstaklingur hérna í húsinu. 
Þetta bréf hengdi ég upp bæði á þvottahús hurðina og á útidyrahurðina. Ég vonast eftir árangri.

Já kæru vinir, stöndum saman og fáum Handklæðin heim (vonandi verða þau ekki notuð af þjófinum)! 
Ef ég endurheimti ekki elsku handklæðin mín verð ég að setja í gang landssöfnun fyrir nýjum handklæðum, já eða bara að fara að stunda handklæðastuldur hérna í þvottahúsinu
-K

No comments:

Post a Comment