Tuesday, February 18, 2014

Snjall/Spjallsímar

Dagur tvö án snjallsímans og fráhvörfin eru farin að gera vart við sig.
Ég kann ekki að gera íslenska stafi í spjall lánssímanum. Hann er með leiðinlegum hringitónum. Ég er ekki með nein númer í símaskránni. 
Mín ógurlegu vandamál eru þó ekki að buga mig þar sem að nú neyðist fólk til að senda mér sms eða hringja í staðinn fyrir að reyna alltaf í staðinn að ná í mig á facebook.
Það er mér nefnilega hjartfólgið mál hversu lítið fólk er farið að tala saman fyrir utan facebook (ég er þar hvergi undanskilin). 
Ef einhver hringir í mig nú til dags þá er það a) mamma, b) vinnan, c) Gallup
Verandi símalaus og án snapchats hef ég ekkert séð hvað vinir mínir eru að borða né hvað börnin þeirra eru að gera! Matardagbók óskast á kolbrungunn@gmail.com, ásamt nákvæmum lýsingum á því hvað elsku börnin eru að vesenast þessa dagana.

Ég get víst ekki haldið áfram með #100happydays áskorunina, verandi Instagram laus. 
En það er líka bara allt í lagi, því að hver nennir að finna myndaefni af hamingju í hundrað daga? HUNDRAÐ! Mánuð hefði maður tæklað, en þessi áskorun varir langleiðina að jólunum.

Fyrsti tíminn á morgun í sex vikna magadansnámskeiði í Kramhúsinu, drottinn minn hvað ég er spennt! 

-K

No comments:

Post a Comment