Friday, March 7, 2014

Fröken Flutningar

Nú er vika síðan að ég flutti í elsku Kjarró og mikið er ég glöð með lífið!
Hér er engin blokkarfýla og enginn sem stelur fötum né handklæðum. Ég nýt þess að geta eldað og að geta setið í sófa, en ekki eytt hverri vökustund í/á rúminu. 
Vonandi er flutningarbrjálæði mitt búið í bili því að ég var að telja hversu oft ég hefði flutt síðan 2009 (árið sem ég flutti fyrst að heiman) og úr því kom að það var 9 sinnum! 
Setberg-Kirkjuteigur
Kirkjuteigur-Setberg
Setberg-Lyngberg
Lyngberg-Brynjólfsbúð
Brynjólfsbúð-Setberg
Setberg-Ljósheimar
Ljósheimar-Sjávargata
Sjávargata-Bergþórugata
Bergþórugata-Kjarrhólmi

ER ÞETTA NORMAL?! 

Greyjið fólkið í kringum mig! Ég enda á að þurfa að kaupa þessa íbúð því ég hreinlega get ekki hugsað mér að pakka og flytja einu sinni enn. 

-K

No comments:

Post a Comment