Friday, March 7, 2014

Hræðslur og hlaup

Í gær skellti ég mér í CardioFit eins og svo oft áður.
Hver tími er mismunandi í CardioFit og ég veit aldrei hverju er hægt að eiga von á.
Tíminn í gær byrjaði á upphitun, sem að þessu sinni var í bardagaíþróttastíl. Það var hressandi og kveikti smá í mér þráina sem blundar þarna niðri í maga hjá mér, að fara að æfa box.
Að hnefaleikum loknum var komið að því að hefja tímann af alvöru. 
Þegar að ég áttaði mig á að við ættum að fara í boðhlaup hélt ég að mér yrði allri lokið! 
Þarna var ég mætt 10-15 ár aftur í huganum í íþróttahúsið í Þorlákshöfn, með stresshnút um að ég myndi bregðast liðinu mínu með of hægum hlaupum. Ó nei hugsaði ég og langaði helst að vippa mér út  og fara heim. 
Ég lét mig þó hafa það og reyndi að kveikja á keppnisskapinu (sem er svo allt of lítið).
Ég var fjórða í röðinni að hlaupa og ég gíraði mig upp í sprettinn. Ég þaut af stað, yfir og til baka og komst að því að ég var bara ekkert svo léleg! Með hverri ferðinni varð ég spenntari og hreinlega hlakkaði til þegar að það kom að mér.
Þar með komst ég yfir hatur og hræðslu mína á boðhlaupum!
Ég á margt fyrir höndum þar sem að ég þarf að læra að fara í handahlaup. Mér finnst ég ekki geta komist í gegnum lífið lengur án þess að fara allavegana eitt skrambans handahlaup.
Eftir það ætla ég að læra að standa á höndum og hlaupa svo í Reykjavíkur maraþoninu. (er einhver til í að minna mig á að skrá mig?)
Já kannski ég fari að rifja upp hvernig á að fara í krabbastöðu fyrst ég er að þessu, þar sem að ég masteraði það aldrei neitt sérlega vel sem barn. 
-K

No comments:

Post a Comment