Fit fyrir 25 er hugmynd sem ég fékk þegar að ég heyrði um konu sem hafði það markmið að hlaupa heilt maraþon þegar hún yrði fimmtug.
Verandi með hlaupaþol í algjöru lágmarki, of feit og algjörlega úr formi ákvað ég að ég ætlaði að vera þessi týpa þegar ég verð fimmtug.
Þann 29. september n.k. verð ég 25 ára og ég er að vinna af hörku í því að ná mínum markmiðum fyrir það. Það er þó bara fyrsta stopp þar sem að ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram og klára núverandi markmið svo að ég geti sett mér ný sem verða öflug og gríðarlega spennandi.
Það blundar í mér að langa að blogga um þetta ferli mitt þar sem að ég held að það haldið mér við efnið og sjálfri þykir mér alveg ótrúlega gaman að fylgjast með öðrum fara í gegnum þetta allt.
Kannski ef ég verð nógu og hugrökk læt ég verða af því!
Alls -4,4 kg farin og búin að lækka um -10% í fituprósentu.
Langt í land en ég sigli í gegnum þetta á temmilegum hraða!
-K
Þann 29. september n.k. verð ég 25 ára og ég er að vinna af hörku í því að ná mínum markmiðum fyrir það. Það er þó bara fyrsta stopp þar sem að ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram og klára núverandi markmið svo að ég geti sett mér ný sem verða öflug og gríðarlega spennandi.
Það blundar í mér að langa að blogga um þetta ferli mitt þar sem að ég held að það haldið mér við efnið og sjálfri þykir mér alveg ótrúlega gaman að fylgjast með öðrum fara í gegnum þetta allt.
Kannski ef ég verð nógu og hugrökk læt ég verða af því!
Skrapp á útsölu í Altis í dag og keypti mér under armour föt á frábærum afslætti!
Toppur, bolur og buxur rötuðu með mér heim. Það er nú mikilvægt að verðlauna sig.
Alls -4,4 kg farin og búin að lækka um -10% í fituprósentu.
Langt í land en ég sigli í gegnum þetta á temmilegum hraða!
-K
No comments:
Post a Comment