Mig langaði að sýna ykkur muninn sem einn mánuður í þjálfun getur gert.
Eins glöð og ég er að vera að lækka í fituprósentu og að vera að missa kíló, þá er ég lang ánægðust með bætinguna hjá mér í þol- og styrktarprófinu sem Hafdís einkaþjálfari lét mig taka í byrjun þjálfunar og svo mánuði síðar.
Coopers test er hlaupapróf þar sem að maður hleypur á hlaupabretti með hallann í 1°.
Markmiðið er að hlaupa sem lengst á 12 mínútum. Ég hélt náttúruleg að ég dræpist við þetta en það hafðist og ég er mjög ánægð með að hafa bætt mig á þessum mánuði þar sem að ég er alls engin hlaupatýpa.
Í fyrra skiptið var ég með niðurstöðurnar Poor.
Í það seinna var ég komin upp í Below Average.
Styrktarprófið var þannig að ég hafði mínútu á hverja æfingu og markmiðið var að ná sem flestum endurtekningum/ lengstum tíma.
Í fyrra skiptið gat ég gert 10 armbeygjur á tánnum og 4 á hnjánum.
Í það seinna gat ég orðið gert 30 armbeygjur á tánnum og 2 á hnjánum.
Í kviðaæfingunum bætti ég mig úr 54 í 73.
Í hnébeygjunum fór ég úr 42 endurtekningum yfir í 73,
Plankann er ég mjög ánægð með, fór úr 40 sek á tánnum og 10 sek á hnjánum yfir í 1 mín 10 sek á tánnum og 2 mín 20 sek á hnjánum.
Ég er ótrúlega ánægð með þessa bætingu, á ekki nema 24 dögum.
Læt fylgja með eina árangursmynd þar sem sést munurinn á andlitinu á mér.
Sú fyrri tekin í febrúar, hin tekin í lok júní.
Skemmtið ykkur fallega um helgina kids!
-K
No comments:
Post a Comment