Markmið finnst mér það mikilvægasta í þessu ferli hjá mér í átt að betri lífsstíl.
Mér þykir gott að hafa eitthvað að stefna á, bæði langtíma markmið og til styttri tíma.
Hafdís Einkaþjálfari setti mér það markmið að vera komin niður í 25-26% fitu í næstu mælingum og vigtun, sem er í lok Ágúst. Ég sagði í gríni að ég ætla að gera enn betur og vera komin niður í 24%! Býst ekki við að ná því en það má láta sig dreyma.
Stefnan er allavegana tekin á að vera 24% 29. sept!
Stefnan er allavegana tekin á að vera 24% 29. sept!
31. júlí var ég 28,65% fita
Drauma markmið mánaðarins hjá mér er að missa 4-5 kg. Það verður strembið en ég veit alveg að ég á að geta það. Raunhæft markmið: 3-3,5 kg
Ég ákvað að Ágúst mánuður verður laus við allt drasl!
Burt með skyndibita og gos, súkkulaði og kex, brauð og bugun.
Ég leyfði mér að vísu pínku pons um verslunarmannahelgina, en ákvað að 5. ágúst til 5. sept yrði þá tímabilið í staðinn.
Kex skúffan í vinnunni er minn versti óvinur svo ég verð að biðja stelpurnar í vinnunni að slá á hendurnar á mér ef þær ætla að seilast eftir kexi!
Ég ákvað að hafa áskorun á sjálfa mig í hverri viku fram að afmæli.
Áskorun vikunnar:
Góður göngutúr á hverjum degi
Ræktin 6 sinnum í vikunni
Ef þið eruð með hugmyndir að góðum áskorunum, heilsu venjum eða gúrme ræktarlögum megið þið endilega smella þeim á mig!
-K
No comments:
Post a Comment