Thursday, October 10, 2013

Murphy's law

Mér leið eins og ég væri stödd í lélegum sketch í dag!

Dagurinn í dag einkenndist af Murphy's law, sem er "Anything that can go wrong, will go wrong".
Það gæti útfærst á íslenskunni sem "Allt sem getur farið úrskeiðis, mun fara úrskeiðis!"

Fer ekki mikið nánar út í það hvernig dagurinn "mörfíaðist" svona svakalega, en ég sem sagt lenti í sprungnu dekki og rafmagnslausum bíl. Dagurinn endaði í þeim góðu fréttum að útgjöld næstu daga fara í 1 stk rafgeymi, 4 stk felgur, 4 stk vetrardekk. JESS hvað ég er spennt!



Ég segi nú bara Guði sé lof fyrir Vegaaðstoð Sjóvá! 

Í dag var flutningadagur og ég vil benda fólki á frábæra þjónustu hjá Flutningaþjónustunni. Keypti hjá þeim þjónustu þar sem að tveir mjög svo hressir, kátir og jákvæðir menn komu og báru dótið mitt út í bíl og inn á nýja heimilið. Þvílík snilld! Aldrei mun ég aftur fá vini og vandamenn til að hjálpa mér að flytja, verð fastakúnni hjá þessum snillingum.

Þeir hjá Flutningaþjónustunni fá allavegana lof dagsins.

Last dagsins fær bíllinn minn hann Grási fyrir að vera *********"#$%&/(**

Í nótt fæ ég að sofa í mínu rúmi, voðalega verður það ljúft (þótt það hafi verið fínt að kúra hjá Heklu minni síðustu daga :) )

Mikið væri ljúft að hafa einn svona til að lúra hjá mér í nótt samt! 

Best að fara að sofa, þarf að vera á undan stöðumælaverðinum í fyrramálið kl 8! 

-K




No comments:

Post a Comment